top of page
Profile mynd_um_edited.png
UM

 

Sif Erlingsdóttir gerir verk sem unnin eru með samsetningu teikningar og grafíkur og verða til samhliða hönnun á fatnaði. Notast er við japanska heimspeki, wabi-sabi, til að dýpka skilning á lifnaðarháttum sem einbeita sér að því að finna fegurð innan ófullkomleika lífsins og samþykkja friðsamlega, náttúrulega hringrás alls.

 

Sif er hönnuðurinn á bakvið hönnunarmerkið Sif Erlings sem hefur möguleikann á ábyrgð í hönnun að leiðarljósi og sækir innblástur sinn í fjölbreytt álit fólks. Í hönnuninni er lögð áhersla á form, liti og túlkun til að skapa vörunni einkenni sem tengjast umhverfi hennar.

 

bottom of page